top of page

Kynlíf eftir barnsburð


Það getur verið stórt skref að fara að huga að því að lifa kynlífi eftir að litla barnið er komið í heiminn. Það tekur mislangan tíma fyrir konur og pör að jafna sig eftir fæðinguna og finna fyrir löngun í kynlíf aftur. Líkaminn er oft mikið breyttur, maginn mjúkur, brjóstin þanin og húðin getur verið viðkvæm. Stundum þekkja konur ekki alveg líkama sinn og það getur tekið tíma að taka hann aftur í sátt. Hversu langur tími á að líða eftir fæðingu er misjafnt milli para, lykilorðið er að bæði séu tilbúin og hafi áhuga en yfirleitt er gott að bíða fyrstu sex vikurnar eða svo en það er alls ekki óalgengt að löngunin sé ekki til staðar fyrstu 3-4 mánuðina og jafnvel ekki allt fyrsta árið.


Umönnun barns tekur alla manns athygli og tíma. Eftir að barnið er fætt er maður yfirleitt í meiri líkamlegri snertingu við aðra manneskju en maður hefur verið áður og hugtakið ,,touched out“ er stundu notað í því samhengi, snerti – , nándarþörfinni er einfaldlega uppfyllt. Þá er minni svefn og breytt svefnmunstur eitthvað sem hefur mikil áhrif og svo er hormónabúskapurinn öðruvísi fyrstu vikurnar og mánuðina eftir fæðingu. Hormónabreytingarnar hafa t.d. stundum í för með sér að konur eru með þurrari slímhúð sem þarf þá að bregðast við. Hormónabreytingarnar eru sérstaklega þegar kona er á með barn á brjósti.


Ekki gleyma að tala saman og fara yfir málin, það er ekki ólíklegt að pör séu á ólíkum stað hvað varðar áhuga eftir að barnið er fætt. Það er mikilvægt að muna eftir því að snertast, knúsast og kyssast. Muna að fara yfir málin saman, hvar áhuginn liggur og hvenær og hvað geti verið gott og veitt ánægju. Það má ekki gleyma því að kynlíf getur verið mjög fjölbreytt og kryddað.


Flestir finna að þeir þurfa að breyta mynstrinu frá því sem áður var, til dæmis með tímasetningar því oft eru allir þreyttir á kvöldin, oft er ekki jafnmikill tími aflögu eins og áður var og þá þarf kannski að huga að því að nota tímann þegar barnið er að leggja sig eða fá stundarpössun. Um að gera að nota hugmyndarflugið!


Langflest pör upplifa með tímanum eða um eins árs aldur barnsins að kynlífið er komið í svipað horf og það var áður en von var á barninu og mörg pör deila því að kynlífið sé ánægjulegra og nándin innilegri eftir að barnið kom til sögunnar.

68 views0 comments

Recent Posts

See All

Einmana í móðurhlutverkinu

Það er ótrúlega algengt að konur og foreldrar upplifi sig einmana fyrstu mánuðina eftir að þær eignast barn og það kemur mörgum svo ótrúlega á óvart! Eðlilega kannski, flestir eru búnir að vera að und

Комментарии


bottom of page