top of page

Fæðingarfræðslan heim

Viltu kynnast fæðingarferlinu betur?

Viltu vita hvaða áhrif hormónar hafa á fæðingarferlið?

Viltu styrkja parsambandið fyrir fæðinguna?

Viltu vera undirbúnari fyrir hið óvænta sem fæðing getur boðið upp á?

Happy Couple

Stund fyrir ykkur

Við vitum að tíminn er dýrmætur og það getur tekið á að þeysast um allan bæ. Við vitum líka að fræðsluþörfin er ólík frá einum til annars.

 

Því bjóðum við upp á fæðingarfræðslu heim í stofu, á tíma sem hentar þér/ ykkur.

Fæðingarundirbúningur heim í stofu er persónulegur, faglegur og gagnlegur. Við leggjum áherslu á að mæta foreldrum á þeirra forsendum.

Markmiðið með fæðingarundirbúningi er að verðandi foreldrar geti gengið inn í fæðinguna sína upplýstir, meðvitaðir um eigin getu og það sem býður þeirra. Við viljum gefa verðandi foreldrum góðar upplýsingar og öflug verkfæri til að nota í fæðingunni því eins dásamleg og fæðing getur verið er hún óvænt og oft ófyrirséð og krefjandi fyrir líkama og sál.

 

Fyrir pör er styrking parsambandsins góður fæðingarundirbúningur því það er ekki síst styrkleikar okkar og reynsla sem hjálpar hvað mest. 

Farið er yfir

  • fæðingarferlið stig af stigi

  • hlutverk hormóna

  • helstu fæðingarstaði

  • leiðir til að takast á við fæðinguna með nuddi

  • stöður og stellingar

 

Ef þú/þið viljið leggja áherslu á eitthvað sérstakt verðum við við þeim óskum.  

Hver tími er um 75 mínútur​ og kostar 18.000.-

Pregnant Woman

Hvernig virkar þetta?

Þú/þið hafið samband og við finnum tíma.

Við hittumst á tíma sem hentar þar sem hentar. Ef þið eruð með sérstakar fræðsluóskir sendið þið okkur póst og við reynum að uppfylla þær.

Við viljum sérsníða fræðsluna að ykkur en alla jafna förum við yfir

  • fæðingarferlið

  • bjargráð í fæðingu

  • stuðning í fæðingu

  • stöður og stellingar

Einnig er hægt að fara yfir fyrstu dagana eftir að barn fæðist.

Pregnant Woman
bottom of page