top of page

Um okkur

Við sérhæfum okkur í fæðingarstuðningi, þjónustu í sængurlegu og fæðingarundirbúningi.

20210516-153909.jpg

Guðrún Björnsdóttir

Doula

Guðrún Björnsdóttir er doula og leggur áherslu á að veita verðandi mæðrum og mökum þeirra persónulegan stuðning á meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu ásamt fæðingarfræðslu.

Guðrún lærði Hypnobirth hjá Katerine Graves og býður upp á slökun á meðgöngu.

Samhliða doulustarfinu starfar Guðrún í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði. Einnig er Guðrún ein af stofnmeðlimum félagsins Meðvitaðir foreldrar, virðing í uppeldi þar sem unnið er út frá hugmyndafræði virðingaríks tengslauppeldis. 

Guðrún er gift tveggja barna móðir og býr í Hafnarfirði.

IMG_2379c.jpg

Soffía hefur starfað sem doula frá árinu 2008 og finnur styrk í því að styrkja aðra. Hún hefur lokið námi í tengslum foreldra og barna auk fjölda námskeiða. 

Samhliða doulustarfinu starfar Soffía sem fjölskyldufræðingur og leggur áherslu á para og fjölskyldumeðferð með tengsl og styrk í huga.

Soffía er gift, 3 dætra móðir og býr í Reykjavík.

Soffía Bæringsdóttir

Doula, doululeiðbeinandi

bottom of page