top of page
IMG_5950.jpg

Fæðingarfylgd

Í hverju felst þjónustan?

Doula starfar fyrir foreldra og styður þá í gegnum tíma sem gleymast seint. Þarfir, óskir og væntingar eru ólíkar frá konu til konu og fjölskyldu til fjölskyldu. Þjónusta doulu getur verið samfelld frá upphafi meðgöngu þar til eftir fæðingu barnsins eða einn hittingur þar sem unnið er með ákveðna þætti. Stuðningur okkar felur meðal annars í sér:

 • aðstoð við að vinna úr fyrri fæðingarreynslu

 • aðstoð við gerð fæðingaráætlunar

 • aðgangi að bókum um meðgöngu, fæðingu og brjóstagjöf

 • fæðingarfræðslu

 • fótanuddi

 • öndun og öndunaræfingum

 • slökunaræfingum

 • yfirferð yfir góðar stöður og stellingar

 • ótakmörkuðum síma- og vefpóstsaðgangi

 • skuldbindingu um að vera í nágrenninu tveimur vikum fyrir settan dag þar til barnið er komið í heiminn.

 • samfelldri viðveru í fæðingu

 • Myndatöku í fæðingu ef óskað er

 • aðstoð með brjóstagjöf ef óskað er

 • stuðningi eftir fæðingu

Fyrsta skrefið er að hafa samband. Við bjóðum ykkur að spjalla við okkur og kynnast okkur betur. Fyrsti hittingur er án allra kvaða, hann er notaður til þess að kynnast, spjalla og sjá hvort áhugi er fyrir nánara samstarfi.

IMG_5950.jpg
Fyrir ári vissi ég ekki einu sinni hvað Doula væri og var satt að segja mjög skeptískur. Við fengum æðislega fræðslu um fæðinguna og gaf það mér mikið sjálfstraust til þess að geta verið góður og traustur fæðingarfélagi. Við áttum frekar krefjandi fæðingu en eftir allt saman komum við mjög sátt og stolt út úr þessari mögnuðu lífsreynslu. Undirbúningurinn sem við fengum hjá Guðrúnu, hennar stuðningur og nærvera tel ég hafa skipt sköpum. Hlutverk Doulunnar finnst mér í dag ómetanlegt, ekki síst fyrir fæðingarfélaga en hún kemur ekki í stað fyrir þá heldur veitir þeim meiri styrk.

Alexa Young, CA

bottom of page