Hypnó-fræðsla þrjú skipti
Viltu kynnast fæðingarhugleiðslu og iðka slökun?
Viltu þekkja eigin líkama betur og styrkja trú þína á fæðingarferlinu?
Viltu læra nudd og rebozo til að nota á meðgöngu og í fæðingu?
Viltu vera undirbúnari fyrir hið óvænta sem fæðing getur boðið upp á?
Stund fyrir ykkur
Hypnó-fæðingarundirbúningur byggir á hugleiðslu og öndunaræfingum, slökunarræfingum og fæðingarundirbúningi sem vinnur að því að takast á við ótta og setja inn tilhlökkun og jákvæðar hugsanir í staðinn.
Við vitum að tíminn er dýrmætur og við vitum líka að fræðsluþörfin er ólík frá einum til annars.
Tímarnir eru settir upp í samráði við ykkur, við ræðum hvað þið viljið leggja sérstaka áherslu á.
Almennt er farið yfir:
-
grunnatriði fæðingar
-
vítahring ótta og leiðir til að tækla hann
-
staðhæfingar,
-
nudd, rebozo og öndunaræfingar.
Hver tími endar á góðri slökun.
Hypnó-fæðingarundirbúningur er góður fæðingarundirbúningur sem dregur úr ótta og eykur tiltrú fólks á eigin getu. Við erum oft með hugmyndir um hvernig fæðing ætti að vera sem stýrir væntingum okkar og hypnó fæðingarundirbúningur hjálpar til við að hugsa fæðinguna upp á nýtt, sem góða og öfluga reynslu.
Markmiðið með Hypnó-fæðingarundirbúningi er að verðandi foreldrar geti gengið inn í fæðinguna sína upplýstir, meðvitaðir um eigin getu og það sem býður þeirra. Við viljum gefa verðandi foreldrum góðar upplýsingar og öflug verkfæri til að nota í fæðingunni.
Hver tími er um 60 mínútur og heildarverð er 49000.-
Hvernig virkar þetta?
Þú/þið hafið samband og við finnum tíma.
Við hittumst á tíma sem hentar ykkur, þar sem hentar. Ef þið eruð með sérstakar fræðsluóskir sendið þið okkur póst og við reynum að uppfylla þær.
Við viljum sérsníða fræðsluna að ykkur en alla jafna förum við yfir
-
slökunaræfingar
-
fæðingarferlið
-
bjargráð í fæðingu
-
stuðning í fæðingu
-
nudd og rebozo
Við komum með allt sem þarf. Ekki þarf að hafa reynslu af slökun eða slökunariðkun.