top of page
IMG_6414.jpg

Doula

fræðsla
stuðningur
fylgd

Við vitum að lengi býr að fyrstu gerð. Við vitum að það er spennandi og stundum yfirþyrmandi að feta sig áfram sín fyrstu skref í foreldrahlutverkinu.

 

Við leitumst við að veita persónulega þjónustu með fagmennsku að leiðarljósi, þar sem fræðsla og stuðningur er í fyrirrúmi.

 

​

Þjónustan okkar er persónuleg,

þínar þarfir eru í fyrirrúmi.

IMG_6301.jpg

Stuðningur á meðgöngu og fyrstu vikurnar eftir fæðingu getur skipt sköpum í vellíðan og tengslamyndun foreldris og barns.

Í sængurleguþjónustunni okkar komum við heim til þín, hjálpum þér að annast litla krílið, aðstoðum við létt verk og hjálpum systkinum að aðlagast nýju hlutverki.

​

Með fagmennsku að vopni ræður hjartað för

Við erum með áralanga reynslu af því að aðstoða foreldra sín fyrstu skref í foreldrahlutverkinu og undirbúa verðandi foreldra fyrir valdeflandi fæðingu

20240408_112830.jpg

Doula

Fjölskyldufræðingur

Soffía Bæringsdóttir

Doulunemi
PHOTO-2024-04-10-10-04-36.jpg

Guðrún Björnsdóttir

Doula

Halla Vigdís 

PHOTO-2024-04-10-10-04-38.jpg

Umsagnir

,,Fyrir ári vissi ég ekki einu sinni hvað doula væri og var satt að segja mjög skeptískur. Við fengum æðislega fræðslu um fæðinguna og gaf það mér mikið sjálfstraust til þess að geta verið góður og traustur fæðingarfélagi. Við áttum frekar krefjandi fæðingu en eftir allt saman komum við mjög sátt og stolt út úr þessari mögnuðu lífsreynslu. Undirbúningurinn sem við fengum hjá Guðrúnu, hennar stuðningur og nærvera tel ég hafa skipt sköpum. Hlutverk doulunnar finnst mér í dag ómetanlegt, ekki síst fyrir fæðingarfélaga en hún kemur ekki í stað fyrir þá heldur veitir þeim meiri styrk.".

Daníel

,,Soffía var mér til halds og trausts fyrir, í og eftir fæðingu. Ég veit ekki hvar ég væri í dag án þeirrar alúðar og hlýju sem hún sýndi mér, þá sérstaklega eftir fæðingu. Hún ber djúpa vitneskju um allt sem kemur að fæðingu, sængurlegu og móðurhlutverkinu. Hún er falleg sál sem býður uppá ómetanlega þjónustu og ég er ævinlega þakklát að hafa kynnst henni.’’

 

Nadia

Netnámskeið

Loksins er fæðingarundirbúningsefnið aðgengilegt á netinu.

Fræðsla, verkefni, valdefling

bottom of page