top of page

Gjafir til nýrra foreldra

´Nú þegar hátíðirnar eru framundan eru margir að hugsa til nýrra foreldra sem eru að aðlagast í foreldrahlutverkinu. Fyrir flesta eru hátíðirnar tími samveru og rólegheita og þegar lítið barn er komið er enn mikilvægara að láta það vera í forgangi að taka hlutunum rólega.


Hér eru nokkrar gjafahugmyndir fyrir nýja foreldra, hugmyndir sem gætu hentað vel, fyrir jólin og almennt fyrir nýja foreldra.


Byrjum á að stinga upp á heimsendingu af hollum og góðum mat fyrir foreldrana. Eitthvað sem léttir undir og hjálpar fólki að næra sig vel.


Ef það eru eldri börn á heimilinu er góð hugmynd að bjóða þeim upp á einhverskonar afþreyingu. Þessa dagana gæti verið kósý að kíkja í Hellisgerði, Húsdýragarðinn, á skauta eða í rölt í bænum. Ekki gleyma að Bókasöfnin eru dásamlegur staður að heimsækja.


Ef það er hundur á heimilinu er örugglega vel þegið að bjóðast til að viðra hann!


Framlag upp í nudd eða rebozo-athöfn fyrir móðurina er örugglega vel þegið. Eitthvað sem nærir og hleður batteríin. Passið bara að hafa góðan gildistíma ef gjafabréf er keypt svo hægt sé að gefa sér tíma til að njóta.


Líklega er óhætt að mæla með þægilegum náttfötum eða kósýgalla fyrir móðurina eða eitthvað fallegt og þægilegt að fara í. Á svipuðum nótum eru gjafir handa foreldrunum sem eru þægilegar og með gott notagildi vel þegnar.









36 views0 comments

Recent Posts

See All

Einmana í móðurhlutverkinu

Það er ótrúlega algengt að konur og foreldrar upplifi sig einmana fyrstu mánuðina eftir að þær eignast barn og það kemur mörgum svo ótrúlega á óvart! Eðlilega kannski, flestir eru búnir að vera að und

bottom of page