VIÐ ERUM TILBÚIN!
Ertu komin fram yfir settan dag og fulltilbúin að fá krílið í heiminn eða alveg að detta í settan dag og vilt finna fyrir öryggi áður en að krílið kemur í heiminn?
Dagarnir eru orðnir langir, óþreyjan mikil og næg ást að gefa en ekkert bólar á barni?
Leyfðu okkur að vera þér innan handar með hughreystingu, bjargráð, nudd og rebozo.
Ef þú ert komin 39 vikur plús er þetta þjónusta fyrir þig
Þetta er bráðaþjónusta!
Þú hefur samband og við bregðumst fljótt við og komum til þín og gefum okkur góðan tíma í að fara yfir:
- hvað er framundan næstu daga
- hvernig er hægt að nota rebozo fyrir og í fæðingu
- góðar stellingar til að einfalda fæðingu
- nytsamlegar slökunaræfingar
- það sem liggur þér á hjarta.
Hvernig er þetta?
Við komum og sýnum þér hvernig rebozo virkar svo barnið geti komið sér betur fyrir. Við sýnum þér stellingar og stöður sem hjálpa til við að koma fæðingunni af stað og bjóðum þér fótanudd ásamt því að ræða og sýna hvernig stuðningur nýtist í fæðingunni.
Við vitum að biðin er löng!
Við höfum verið þarna sjálfar og eiginlega allar fjölskyldur sem eru hjá okkur í þjónustu, tilbúnar að taka á móti barninu.
Þess vegna byrjuðum við að bjóða upp á heimavitjanir rétt fyrir fæðingu því við skiljum hvað það skiptir miklu máli að upplifa að það sé eitthvað sem maður geti gert, geta spjallað um hvernig manni líður og dagana framundan og fá í leiðinni bjargráð og dekur.
Hlökkum til að heyra frá þér
Soffía og Guðrún