Sængurleguþjónusta
"Sængurleguþjónusta er mögulega eitt það besta sem ég hef leyft mér"
Þjónustan okkar er stuðningur, fræðsla og aðstoð


Í hverju felst þjónustan?
Fyrstu dagarnir og vikurnar með nýfætt barn geta verið yndislegir og dýrmætir á sama tíma og þeir geta verið yfirþyrmandi og erfiðir. Sængurleguþjónustan okkar felst í því að styðja við og styrkja foreldra á þessum tíma, aðstoða með hvað svo sem það kann að vera sem þarf aðtoð við hverju sinni. Við veitum hlýja og persónulega þjónustu sem felst meðal annars í:
-
Aðstoð með umönnun ungbarnsins
-
Fræðslu og aðstoð við brjóstagjöf
-
Aðstoð við létt heimilisverk tengd ungbarninu
-
Hjálpum systkinum við að aðlagast nýju hlutverki
-
Hjálpum þér/ykkur að annast litla krílið
-
Fræðslu um merkjamál barnsins
-
Nudd og slökun fyrir móður
-
Styrking parasambandsins
-
Næturgæslu
-
Og fleira eftir samkomulagi