top of page

REBOZO ATHÖFN

Heilandi og orkugefandi athöfn sem heiðrar þig og heilar.

Athöfn fyrir mæður sem eru tilbúnar í nýjan kafla í lífi sínu eftir að hafa opnað hjarta sitt og líkama til að geta af sér nýtt líf.

Um athöfnina

Sex til tólf vikum eftir fæðingu barnsins, eða þegar móðirin er tilbúin, er athöfnin gerð, í umhverfi þar sem móðirin finnur öryggi og ró, oftast á heimili hennar.

 

Athöfnin er hugsuð sem tími fyrir móðurina til að loka ákveðnum kafla í lífi sínu og opna á ákveðna orku til að taka með sér í komandi verkefni. Athöfnin er fyrir móðurina til að fara inn á við, velta fyrir sér því andlega, líkamlega og tilfinningalega ferðalagi sem móðurhlutverkið mun færa henni, styðja við hana til að losa um tilfinningar sem tengjast meðgöngunni, fæðingunni eða móðurhlutverkinu. 

Við erum tvær sem komum og framkvæmum athöfnina. Mörg rebozo-sjöl eru lögð niður á mjúkan flöt, þar sem þú kemur þér vel fyrir. Sjölin eru fyrst notuð til að nudda  einn líkamshluta í einu sem nokkurskonar ruggi, á meðan á því stendur er mikil ró í rýminu. Að því loknu er hvert sjal vafið þétt um líkamann og svo losað aftur. 

Oft er rýmið undirbúið þannig að notaleg stemning skapist, allt eftir smekk og vilja móðurinnar, en sem dæmi má nefna fersk blóm, viðeigandi tónlist, ilmkjarnaolíur, sage reykelsi eða annað.

Fyrir athöfnina gefum við okkur tíma í að spjalla og komum með te til að drekka fyrir þær sem vilja. Eftir athöfnina er gott að gefa sér tíma til að taka því rólega. 

20211026_153810_edited.jpg
20211026_153810_edited.jpg

styrkur til þín

Við leggjum upp úr því að skapa rólegt og öruggt umhverfi þar sem er rými til að upplifa það sem er. Gera má ráð fyrir að athöfnin taki í heildina um 90-120 mínútur. Við erum sveigjanlegar með staðsetningu og tíma svo endilega heyrðu í okkur og við finnum tíma.

Verð fyrir athöfnina er 29.000.-

Sendu okkur póst á soffia@hondihond.is og við finnum tíma.

Endilega vertu með

skráðu þig á póstlistann okkar

Takk fyrir 

bottom of page