top of page

Doulunám 2024

Langar þig að starfa í kringum fæðingar og við fræðslu til verðandi og nýrra foreldra?


Doula er kona sem styður aðrar konur og fjölskyldur þeirra fyrir og í fæðingu. Doulur veita mikilvægan stuðning í formi samveru og fræðslu. ,,Mothering the mother". 

Ef þú brennur fyrir að styðja konur og barnshafandi er doulunámið fyrir þig.

​

Fólk með ólíkan bakgrunn sækir doulunám, sumir hafa brennandi áhuga á fæðingum, aðrir eru jógakennarar, nuddarar eða stefna á frekara nám tengt fæðingum.

Enn aðrir vilja vera til staðar á stórum stundum ættingja eða vina.

Í náminu köfum við djúpt í fæðingar og fæðingarstuðing

Meðal þess sem farið er í er:

  • starfsvið doula

  • fagmennska í tengslum við fæðingar

  • uppbygging vitjana á meðgöngu og í sængurlegu

  • líkami og breytingar barnshafandi kvenna

  • Ólíkar fæðingar – ólíkur stuðningur

  • praktískur stuðningur

  • fæðingarsögur og fæðingarupplifun

  • nýburinn og brjóstagjöf

  • tengsl foreldris og barns

  • nýja fjölskyldan

  • uppbygging doulustarfsemi.

Hvað er innifalið?

  • Átta námskeiðsdagar

  • Stuðningur og handleiðsla meðan á námi stendur

  • Íslenskt douluhefti

  • Bækurnar ,,Reclaiming childbirth as a rite of passage" og ,,Babies are not pizzas"

  • Netnámskeiðið ,,Inn í kjarnann"

  • Aðild að doulu-samtökunum í 2 ár

BirthGyda-10.jpg

Um námið

Námið fer fram yfir nokkurra mánaða tímabil, er að hluta til í staðlotum og er einnig fjarnám sem hægt er að stýra á eigin hraða og krefst því sjálfstæðra vinnubragða.

Eftir námskeiðið eiga nemendur að kunna því góð skil hvað það er að vera doula, hvert starfssvið doulunnar er og vinnubrögð. Eftir námskeiðið eiga nemendur að hafa góða innsýn í stuðning á meðgöngu og í fæðingu og vera með staðgóðan skilning á fæðingarferlinu.


Námskeiðsuppbygging 2024

3.maí 17-21

4. - 5. maí 9-16

17.maí 17-21

18.-19. maí 9-16

31.ágúst 9- 16

20. september 17-21

 

Námið er í höndum Soffíu Bæringsdóttur, doulu, Childbirth educator og fjölskyldufræðings.
 

Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

​

Miðað er við að námið taki tvö ár í heildina.
 

Nánari upplýsingar á soffia@hondihond.is

IMG_7457.jpg

Námslok og námskröfur

Námskeiðið er yfir nokkurra mánaða tímabil en til þess að geta kallað sig doulu verður að klára námskeiðið og svo verkefni sem því fylgja. Í heildina má því gera ráð fyrir að námsferlið taki allt að tveimur árum og er lengra en námskeiðsdagar segja til um. Í boði er stuðningur meðan á náminu stendur.

​

Námið er opið öllum sem hafa áhuga á doulustörfum. Til að útskrifast sem doula þarf að taka þátt í öllum námsdögum (90% mætingarskylda), vinna verkefni og tileinka sér lesefni. Að auki vera viðstödd þrjár fæðingar eftir að námið hefst.

​

Hér er bæklingur með meiri upplýsingum

IMG_7457.jpg

Guðrún

,,Ég lærði svo margt í þessu námi, um doulur og stuðning en ekki síst um mig"

Móna

,,Ég lærði svo óendanlega margt hjá Soffíu og það átti stærstan þátt í að ég fór óttalaus inn í fæðingu seinni dóttur minnar
,,Stemningin sem myndaðist í náminu var ótrúlega gefandi. Nándin og samveran stendur upp úr"
bottom of page