top of page

Spekin hennar Inu May

Updated: Jul 25, 2021

Það er ekkert langt síðan að Ina May Gaskin, þekkt ljósmóðir frá Bandaríkjunum, kom til Íslands og var með fyrirlestra hér. ( 2015)


Þetta var góður tími, það var gaman að taka á móti henni og skemmtilegt að hlusta á hana. Sjálf hafði ég lesið bækurnar hennar á meðgöngunum mínum og vitnað í hana í gegnum doulustarfið og hlakkaði mikið til að hlusta á það sem hún hafði fram að færa.


,,Láttu apann í þér um þetta“ Ina May er þekkt fyrir þessa hvatningu að benda konum á að láta apann í sér að taka yfir meðan fæðingin er. Það sem hún á við er að konur þurfa að slökkva á hugsandi heilanum okkar og kveikja á frummanneskjunni, innsæinu og leyfa okkur að hvíla í líkamanum á okkur. Hún segir að þegar að apinn tekur yfir þá gengur fæðingin yfirleitt snuðrulaust fyrir sig, því líkaminn kann að fæða. Fyrir vikið er Ina May sérstaklega hrifin af því að sýna myndbönd af öpum fæða og fílum líka og er á því að konur eigi frekar að horfa á dýr fæða afkvæmi sín en aðrar konur.


Ina May er líka vel meðvituð um hvaða áhrif fæðingarreynslan hefur á konur, hún mótar okkur á ótrúlegan hátt það sem eftir er ævinnar, fæðingarreynslan hefur áhrif á sjálfsmynd okkar, tilfinningalíf, líkamann okkar og allt í umhverfi okkar. Góð fæðingarreynsla er eflandi, styrkjandi og getur skilað enn sterkari konu en að sama skapi er erfið eða neikvæð fæðing niðurbrjótandi og haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd kvenna. Í þessu samhengi leggur Ina May mikla áherslu á að allir sem koma að fæðingu verða að koma fram við konu af mikilli virðingu, rólegheitum og gæta þess að kona fái næði til að fæða.


“If a woman doesn’t look like a goddess during labor, then someone isn’t treating her right.”


Ina May Gaskin er talar um ,,lögmál hringvöðvans“ og hve mikið það hefur áhrif á fæðingu og segir að leghálsinn virki í sömu aðalatriðum eins og aðrir hringvöðvar, hann er alla jafna lokaður en opnast þegar það er næði og öruggt andrúmsloft, svo sem á salerni. Skv. þessu lögmáli, opnast hringvöðvinn ósjálfrátt, það þýðir ekki að skipa honum það eins og að segja ,,slakaðu á“ eða ,,opnaðu nú leghálsinn“. Streita, truflun og ótti hefur áhrif á leghálsinn/ hringvöðvann og hann getur auðveldlega lokast úr þvi sem hann var. Virðing, ró og öryggi er lykillinn að því að hringvöðvinn virki vel og Ina May leggur líka áherslu á að hringvöðvar (leghálsinn í þessu tilfelli) geti opnast og lokast hratt eftir aðstæðum. Út frá þessu lögmáli leggur hún mikla áherslu á næði, góða framkomu við fæðandi konu og slökun. Hún hefur líka lagt áherslu á að kjálkavöðvarnir okkar eru tengdir við hringvöðvann og að mikilvægt sé að passa að hafa kjálkana pg munnvöðvana slaka.


Hlátur er líka mikilvægur og Ina May Gaskin talar mikið um mikilvægi þess að hlæja vel í fæðingu, það geti haft áhrif eins og verkjastilling, þar sem hlátur er endorfínlosandi. Það verður reyndar að segjast að það er einstaklega gaman að hlæja með Inu May, hún hefur gott auga fyrir spaugilegu hliðum lífsins.26 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page