top of page

Hlátur í fæðingu




Í gegnum árin hef ég nefnt við pör sem eru að bíða eftir barni að þegar fæðingin er í byrjendafasa að það geti verið gott að hringja í fyndnu vinkonu sína. Spjalla og sprella aðeins og kitla hláturtaugarnar. Hlátur hefur svo ótrúlega góð áhrif á okkur í fæðingu ( í viðeigandi aðstæðum auðvitað). Fyrir það fyrsta léttir hlátur oft andrúmsloftið og hlátur er spennulosandi og spenna getur svo sannarlega fylgt fæðingarferlinu. Hlátur minnir okkur líka á að aðstæður eru öruggar, við erum ekki að grínast og hlæja saman þegar hætta staðar að og hlátur minnir taugakerfið okkar á að það er í lagi að slaka á.

Þegar við svo náum slaka inn í líkamann og líkamskerfið okkar eigum við auðveldara með að ráða við verkina því spenna og streita magna verki. Hlátur losar spennu, sem kallar á slökun, sem minnkar verki. Minni verkir minnka svo spennuna sem auka á að hægt er að slaka inn í aðstæður og þannig myndast jákvæð lúppa eða jákvæður hringur sem gerir ferlið auðveldara. Hlátur losar endorfín sem er náttúrulega verkjastillingin okkar. Einn aulabrandarinn minn er líka að þegar makinn hættir að vera fyndinn er kominn tími til að fara á fæðingarstað því það þýði svona c.a. 6- 7 í útvíkkun og kominn tími til að einbeita sér og þá er gott að gefa sér rými í það og stilla sig meira inn á einbeitingu, ró og hvatningu.

8 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page