top of page

Te sem eykur mjólkurframleiðslu

Það er misjafnt til hvaða ráða er hægt að grípa þegar kona hefur áhyggjur af framleiðslunni hjá sér.

Eitt smáatriði sem getur gefið góða raun með öðru (eins og að athuga grip, auka tíðni gjafa, hvíld og fleira) er að drekka mjólkuraukandi te.


Margar konur hafa góða reynslu af því að drekka te til að auka framleiðsluna og rannsóknum fleytir sífellt fram með virkni þess. Tvær litlar rannsóknir hafa t.d. verið gerðar á virkni Fennel til að auka brjóstamjólk.


Kannski er einfaldast að nefna strax tilbúnar teblöndur sem heita oft ,,mothers milk" eða eitthvað í þá áttina og fylgja leiðbeiningum á pakkningunni.


Te sem gefið hafa góða raun eru Fennel, brennunettlute, Fenugreek og blessed thistle.

Drekka amk tvö teglös á dag og ekkert verra að hafa þau bara ylvolg.



bottom of page