Svefn eða kannski má segja svefnleysi er eitthvað sem foreldrar spá eðlilega mikið í fyrsta ár barnsins. Margir foreldrar taka eftir því að þeir sofa minna, slitnar og svo ekki síst tekur tíma að finna út úr því hvernig maður kemur barninu í svefn og búa til nýjan svefnrytma fyrir nýju fjölskylduna.
Fyrstu mánuði barnsins er best ef það sefur í nálægð við foreldra, þannig er hægt að sinna því án mikillar fyrirhafnar og maður heyrir í krílunum þegar þau kalla á mann og rumska.
Nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga varðandi svefnstaðinn:
passa að hafa ekki of heitt í herberginu
hafa jafnvægi í fötum, yfirbreiðslu og hita í herbergi
Ekki nota kodda fyrsta árið
Ekki stuðkanta eða mjúk dýr í rúminu/vöggunni fyrstu mánuðina
Barn ætti alltaf að vera lagt á bakið til hvílu amk þar til það getur snúið sér á alla kanta sjálft.
Ef barn sefur upp í hjá foreldrunum er mikilvægt að hafa í huga:
barnið ætti aðeins að deila rúmi með þeim sem annast barnið sem er alla jafna bara foreldrar
foreldrar eru í góðu standi, hafa ekki neytt áfengis, reykja ekki og taka ekki lyf sem skerða getu þeirra til að bregðast við barni á nokkurn hátt.
gæta þess að barnið geti hvergi dottið fram úr eða fest einhversstaðar á milli.
Ekki koddi fyrsta árið
Sérábreiða fyrir barn
Fyrstu mánuði barnsins er í raun engin sérstök svefnrútína hjá börnum, þau sofa þegar þau eru þreytt og södd og búin að leika. Gott er að hafa í huga að búa til góðar venjur sem sagt endurtakningu með barninu þar sem fyrirsjáanleiki er í daglegu lífi. Það hjálpar foreldrum ekki síst að viðhalda eigin rútínu og hjálpar til við að skapa góðar svefnvenjur til frambúðar.
Comments