top of page

Samtal fyrir fæðingu

Updated: Jul 24, 2021

Barnsfæðing er umbreytingatímabil í lífi pars. Fjölskyldueiningin er að fara úr tveimur í þrjá (eða þremur í fjóra, fjórum í fimm og svo framvegis) og það þarf að koma barninu í heiminn kynnast því og annast. Nýir og spennandi tímar sem breyta mörgu í okkar lífi.

Það er margt að hugsa um, óvissutími sem gott er að fara yfir og leyfa sér að skoða, hvað er framundan og hvernig viljum við nálgast það. Þegar kemur að barnsfæðingunni, erum við sammála? Hvaða reynslu og væntingar komum við með varðandi fæðinguna? Mig langar að deila með ykkur nokkrum vangaveltum og spurningum með áherslu á fæðinguna og tímann fyrst á eftir.


Gefið ykkur tíma í að skoða og velta þessu fyrir ykkur og hlusta vel á hvaða hugmyndir makinn hefur og hvernig þær samræmast ykkar hugmyndum og hvernig þið getið séð þær virka saman fyrir ykkur. Þetta eru auðvitað bara örfáar hugmyndir og alls ekki tæmandi listi!


Hvernig sérðu fæðinguna fyrir þér? Hvað hefur áhrif á þá sýn?


Hvaða hugmyndir ertu með varðandi fæðingar almennt? Hvaða koma þessar hugmyndir? Eru þær hugmyndir tengdar tilfinningu, rannsóknum eða reynslu?


Hvar viljið þið helst að barnið fæðist? Hvaða áhrif hefur sú ákvörðun?


Hvern viljið þið hafa með í fæðingunni ykkar og af hverju? Hvert er hlutverk stuðningsaðilans?


Hvaða stuðning getur hann veitt?


Hvernig líður ykkur við tilhugsunina um inngripalausa fæðingu? Náttúrulega?


Hvernig líður ykkur við tilhugsunina um inngripafæðingu? Gangsetning, sogklukka, keisari?


Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að bregðast við ef öll plön breytast?


Hvaða styrkleikar ykkar koma til með að nýtast ykkur best í fæðingunni?


Hvaða styrkleika finnið þið í parasambandinu sem hjálpar ykkur í fæðingunni?


Viljið þið / þurfið þið stuðning eftir fæðinguna? Hver í ykkar nánasta umhverfi getur veitt

ykkur þann stuðning? Ef það er enginn í ykkar umhverfi, hvert getið þið sótt stuðning?


Hvaða áhrif haldið þið að litla barnið hafi á sambandið?


Hvaða uppeldisáherslur viljið þið hafa frá fyrsta degi?


Hvaða áherslu setjið þið á brjóstagjöf?


Hvaða áherslu setjið þið á svefnfyrirkomulag og svefnvenjur?


Hvernig finnið þið tíma til að hugsa um og næra ykkur sem par?

9 views0 comments
bottom of page