top of page

Doulur í hlaðvarpi

Við Guðrún spjölluðum um doulur og doulustarfið í hlaðvarpi hjá Virðing í uppeldi um daginn. Þáttinn má nálgast hér.


Það var gaman að setjast niður og segja frá starfinu okkar, stundum er áskorun að setja í orð nákvæmlega hvað við gerum sem doulur þó lyfturæðan okkar sé alveg skýr.


Í þættinum kemst Soffía svo að orði:


Doula er í langflestum tilfellum kona sem að styður við aðrar konur og fjölskyldur sem eigavon á barni og veitir stuðning á meðgöngu, í gegnum fæðingu og eftir fæðingu samfellt og tekur ekki klínískt hlutverk.


Doula kemur ekki í staðinn fyrir neinn annan í fæðingarteyminu.

Doulur eru kærleiksrík viðbót sem veita samfelldan stuðning.


Í fæðingu eru doulur alltaf í vakandi athygli í fæðingunni og reyna að sjá hvar er þörfin en fókusinn okkar er alltaf á foreldrana, það er það sem við setjum alltaf athyglina á, hvernig getum við aðstoðað fæðingarteymið sem best.


Við missum ekki sjónar af því.


og Guðrún bætir við:

Doulur bæta alltaf upplifunina en hlutverkið er mjög breytt og vítt og þegar fólk spyr í hverju felst stuðningurinn ykkar að þá erum við með lyfturæðu um hvað við gerum en það getur verið erfitt að útskýra það nákvæmlega því þjónustan er alltaf bundin við það sem fjölskyldan þarf hverju sinni.

Kannski þarf fjölskyldan eitthvað í dag en ekki á morgun svo við erum mjög sveigjanlegar.

Stundum er þetta mjög líkamlegt hlutverk, hrist og nudd og mjaðmakreistur og sumar konur vilja mikið af því í gegnum alla fæðinguna, jafnvel í nokkra klukkutíma en svo eru aðrar fæðingar þar sem við erum meira andlega til staðar þar sem kona vill enga snertingu og þá erum við að lesa í aðstæður með hvað þarf hverju sinni og ekki síst, hvað þarf makinn.


Við erum teymi sem þarf að vinna vel saman, öll sem eru viðstödd og stundum eru hundar og kettir sem þarf að huga að.


Við erum við fæðinguna sama hversu löng hún er og það er ákveðin fegurð í því að fylgjast að. Við erum bara á sama stað og fæðingarparið, að fylgjast að. Við skiljum hvert annað vel og erum í þessu saman.

10 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page