Doulunámskeið 2022
Fátt jafnast á við að vera til staðar þegar von er á litlu barni og við vitum að fjölskyldur kunna að meta faglegan stuðning frá doulum.
Næsta doulunámskeið hefst í mars 2022
Section Title
List Title
This is a Paragraph. Click on "Edit Text" or double click on the text box to start editing the content.
List Title
This is a Paragraph. Click on "Edit Text" or double click on the text box to start editing the content.
List Title
This is a Paragraph. Click on "Edit Text" or double click on the text box to start editing the content.
Section Title
Námið fer fram yfir nokkurra mánaða tímabil, er að hluta til í staðlotum og er einnig fjarnám sem hægt er að stýra á eigin hraða og krefst því sjálfstæðra vinnubragða. Ath. vegna C-19 verður að gera ráð fyrir að einhverjar tilfærslur gætu átt sér stað, við plönum, aðrir ráða en allt kemst til skila.
Eftir námskeiðið eiga nemendur að kunna því góð skil hvað það er að vera doula, hvert starfssvið doulunnar er og vinnubrögð. Eftir námskeiðið eiga nemendur að hafa góða innsýn í stuðning á meðgöngu og í fæðingu og vera með staðgóðan skilning á fæðingarferlinu.
Námskeiðið er yfir nokkurra mánaða tímabil en til þess að geta kallað sig doulu verður að klára námskeiðið og svo verkefni sem því fylgja. Í heildina má því gera ráð fyrir að námsferlið taki allt að tveimur árum og er lengra en námskeiðsdagar segja til um. Í boði er stuðningur meðan á náminu stendur.
Meðal þess sem farið er yfir í náminu er:
-
starfsvið doula
-
fagmennska í tengslum við fæðingar
-
uppbygging vitjana á meðgöngu og í sængurlegu
-
líkami og breytingar barnshafandi kvenna
-
Ólíkar fæðingar – ólíkur stuðningur
-
praktískur stuðningur
-
fæðingarsögur og fæðingarupplifun
-
nýburinn og brjóstagjöf
-
nýja fjölskyldan
-
hvernig skal byggja upp doulustarfsemi
Námskeiðsuppbygging 2021
16.-18. apríl (kl. 17-21 og 9-16)
Þriggja daga námslota þar sem farið er yfir meðgöngu og fæðingu, starfsvið doulu og praktísk atriði. Við notum líka tímann í að kynnast og kynna uppbyggingu námsins betur.
5.-6. maí frá kl. 17- 22.00
Vinnusmiðja um íslenska starfið, áherslur og starfsvið. Starf doulunnar á Íslandi, praktísk atriði út frá starfsvettvangi og farið er yfir praktísk atriði sem nýtast í stuðningi á meðgöngu og í fæðingu.
21. ágúst (9-17)
Áhersla á fyrstu dagana eftir fæðingu, brjóstagjöf og stuðning í nýju hlutverki.
7. september (17-21)
Síðasta samveran okkar, hér förum við yfir námið saman, rifjum upp praktísk atriði og gerum plön um framvinduna. Farið yfir verkefnaskil og kveðjumst.
Námið er í höndum Soffíu Bæringsdóttur, doulu, CBE og fjölskyldufræðings.
Takmarkaður fjöldi þátttakenda.
Nánar um námið:
Námið er opið öllum sem hafa áhuga á doulustörfum. Til að útskrifast sem doula þarf að taka þátt í öllum námsdögum (90% mætingarskylda), vinna verkefni og tileinka sér lesefni. Að auki vera viðstödd þrjár fæðingar eftir að námið hefst.
Verkefnavinnan er m.a. að lesa 6 bækur tengdar fæðingu og skila úr þeim útdrætti, taka saman tilvísanir, skrifa greinargerð um mikilvægi stuðnings og hlutverk doulu ásamt því að skila mati á fæðingunum sem kona var viðstödd.
Að auki förum við vel yfir stuðning á meðgöngu og í fæðingu, nudd og rebozo-notkun á meðgöngu og í fæðingu sem og grunnatriði stuðnings í sængurlegu. Stuðningur meðfram náminu veittur eftir þörfum.
Miðað er við að námið taki tvö ár í heildina.
Verð 137.000.- / snemmgreiðslugjald fyrir 1.febrúar 2021 er 119.000.-
Staðfestingargjald óendurkræft er 15.000.-
Nánari upplýsingar á soffia@hondihond.is