Líklega er Rebozo orðið nokkuð þekktara en það var og mér finnst ég heyra oftar af notkun þess í fæðingum.
Til útskýringar þá er rebozo er einfaldlega sjal sem má not á ólíka vegu og ég hef mest notað það sjálf til að bera eigin börn og nudda/hrista í fæðingu. Það er auðvelt að nota það til slökunar og nudds fyrir hvern sem er sem og á meðgöngu.
Það er betra að vanda til verka þegar keypt er Rebozo, svo það nýtist vel og virki eins og það á að virka. Ekki þar fyrir að fyrsta „rebozoið“ mitt var samt pasmína úr Tiger og dugði ágætlega fyrstu skiptin sem ég notaði það í douustarfinu. Maður þarf ekki að vera hræddur við að prófa sig áfram. Mín hugsun var að vera ekki að eyða pening í óþarfa hérna í denn.
l sem eru 2,6- 2.85 metrar á lengd. Þannig er það nógu langt til að nota í allt nudd og svo til að bera barn en ekki það langt að efnið þvælist fyrir. Ef nota á rebozo-sjalið í nudd og fæðingar er hægt að sjá hvort lengdin sé hentug með því að vefja sitthvorum enda sjalsins um hendurnar á sér og láta það slaka niður á gólf svo manneskja gæti legið í því. Ef það er hægt er sjalið nógu langt og smá aukalengd í lagi.
Í raun eru sjöl sem eru lengri en þrír metrar mikið hentugri sem burðarsjöl eingöngu.
Efnið verður að vera velofið, yfirleitt hentar bómull best en vel ofin ull hentar líka vel. Sjalið þarf að vera passlega þykkt svo það gefi sig ekki, helst án uppbrots við endana (getur meitt). Þegar sjalið er teygt beint á það ekki að gefa eftir en ef það er teygt á endana ætti það að gefa eftir lítillega – ca hálfan sentimetra. Almennt henta gerviefni ekki og hefðbundið silki er of sleipt. Velofið, þykkt hrásilki getur gengið upp.
Góð bómullarsjöl batna með notkun, svo með því að handfjalta sjalið mikið, nota það vel verður það mýkra og skemmtilegra í notkun. Sumir mæla með því að sitja á því eða hafa það á sér hingað og þangað meðan það er nýtt.
Þegar þvo á sjal er best að þvo það sér í þvottavél með litlu þvottaefni eða setja edik í staðinn fyrir þvottaefni og strauja það svo á góðum hita eftir þvott.
Comments