top of page

Hverjir ráða doulur?

Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi undanfarin ár að vera viðstödd margar yndislegar og ólíkar fæðingar sem doula.

Fæðing er svo sannarlega ekki alltaf auðveld en mín upplifun er þó að það er alltaf fegurð og styrkur sem fylgir fæðingu barns. Ég geng enn út úr fæðingum og lýt höfði af lotningu og nú þegar reynslan er orðin nokkur er samt alltaf eins og maður verði vitni að fæðingu í fyrsta sinn.


Starf mitt felst í að vera til staðar fyrir foreldrana. Styðja foreldrana samfellt í gegnum meðgöngu og fæðingu. Hvert mitt hlutverk er breytilegt frá einni fjölskyldu til annarrar, stundum er ég nuddarinn, stundum sálgæslan, stundum fræðarinn, stundum er ég ljósameistarinn og hlaupakonan.


Stundum geri ég ekki neitt.


Ég er til staðar til að hvetja og hughreysta á forsendum foreldranna.


Rannsóknir sýna endurtekið mikilvægi doulunnar, viðvera doulu bætir fæðingarupplifunina, getur stytt fæðingarferlið, minnkar verkjaupplifun og pör sem hafa verið með doulu upplifa minni vanlíðan eftir fæðingu og sterkari tengingu við barnið. Doulur eru samt ekki töfrakonur heldur erum við til staðar.


Doulur eru viðbót í fæðingarteymið, við komum aldrei í staðinn fyrir ljósmóður eða annað fagfólk, en við getum verið mikilvæg brú í samskiptum á milli foreldra og fagaðila.

Doulur eru líka mikill stuðningur við báða foreldra og koma aldrei í staðinn fyrir maka, heldur styðja hann og hjálpa. Við fræðum makann, getum bent á leiðir til að vera til staðar og tökum stundum stressið svolítið í burtu svo makinn geti verið til staðar á sínum forsendum, sem hitt foreldrið líka en ekki eingöngu stuðningsaðili.


Ég er stundum spurð að því hverjir ráða doulur og mín reynsla er að hópurinn er ansi fjölbreyttur og ástæðurnar margar og ólíkar. Algengast er að verðandi foreldrar vilja meiri stuðning en nú þegar er, og hvað er meiri stuðningur þýðir er ólíkt frá pari til pars. Flestir tala um að vilja samfellu í stuðningnum, það er þekkja manneskjuna sem kemur með í fæðinguna.


Margir tala um að vilja tala um fæðinguna og foreldrahlutverkið á hlutlausan hátt og geta velt við öllum steinum og doulur eru styðjandi í þeim ákvörðunum sem eru teknar.

Sumir sem leita til mín eru að takast á við kvíða, sumir hafa átt erfiða fæðingu, einhverjar konur eru að fara í fæðingu eftir keisara, sumir eru óöryggir í parasambandinu, sumir eru að leita að meiri fræðslu, sumir eru að takast á við vanlíðan og sumir hafa lítið bakland. Enn aðrir eru að leitast eftir æðri tengingu og meiri slökun. Sumir segjast enga ástæðu hafa og eitt par sagði að þeim fyndist doulur einfaldlega svo töff að þau ætluðu ekki að missa af því að taka doulu með í fæðinguna.

Doulur skapa tengingu og flæði, doulur tengja saman foreldra, tengja foreldra við barn og tengja foreldra við fæðinguna. Doulur eru til staðar, klettur sem á sinn stað í ferlinu, sama hvað gerist. Mér finnst doulur setja lífið í samhengi, hringrás þess að tilheyra og vera til staðar.

Því fleiri pörum sem ég kynnist því fjölbreyttari svör fæ ég og með tímanum og reynslunni átta ég mig betur og betur á mikilvægi óháðs stuðnings í fæðingu og að það skiptir meira máli að stuðningurinn sé til staðar en að vita af hverju eftir honum var leitað.

Fyrir mér eru doulur aukinn styrkur fyrir konur, fyrir verðandi fjölskyldur og mikilvægur hluti af því að varðveita góða fæðingarminningu.21 views0 comments

Recent Posts

See All

Doulur í hlaðvarpi

Við Guðrún spjölluðum um doulur og doulustarfið í hlaðvarpi hjá Virðing í uppeldi um daginn. Þáttinn má nálgast hér. Það var gaman að setjast niður og segja frá starfinu okkar, stundum er áskorun að s

Commentaires

Les commentaires n'ont pas pu être chargés.
Il semble qu'un problème technique est survenu. Veuillez essayer de vous reconnecter ou d'actualiser la page.
bottom of page