Fæðingarundirbúningsnámskeiðið

Inn í kjarnann

Tenging - þekking - styrkur

Inn í kjarnann er fæðingarundirbúningsnámskeið sem færir þig nær kjarnanum þínum og skapar rými til að skoða styrk þinn, auka þekkingu og læra bjargráð sem nýtast í fæðingu.

hendur.jpg

Dagsetningar

Við hittumst fimm sinnum í tæpa tvo tíma í senn. Námskeiðið er haldið í Lífsgæðasetrinu Hafnarfirði og við byrjum kl. 19.00

 

Fimmtudagurinn 15.september 

Fimmtudagurinn 22.september

Fimmtudagurinn 29.september

Sunnudagurinn 02.október

Fimmtudagurinn 6.október

Um námskeiðið

Hver tími hefur sitt þema og í hverjum tíma er farið yfir ákveðið efni, í góða slökun og bent á æfingar sem hjálpa til á ólíkan hátt.

Meðal þess sem farið er í er

fæðingarumhverfi

fæðingin

Áhrifaþættir á fæðingu

styrkleikar

Fæðingarfélaginn

Nýja barnið

Sængurlegan

Innifalið á námskeiðinu

Auk fræðslu og samverustunda fá þátttakendur á námskeiðinu fá bók, aðgang að netnámskeiðinu okkar, slökunaræfingar til að hlusta á og annað efni eftir þörfum.

 

Þátttökugjald fyrir fæðingarparið er 59.000.-
athugið sum stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið að hluta