top of page

Fæðingarundirbúningsnámskeiðið

Inn í kjarnann

Tenging - þekking - styrkur

Inn í kjarnann er fæðingarundirbúningsnámskeið sem færir þig nær kjarnanum þínum og skapar rými til að skoða styrk þinn, auka þekkingu og læra bjargráð sem nýtast í fæðingu.

Á námsskeiðinu læriru slökun sem nýtist í fæðingunni og lærir inn á styrkleikana þína og ykkar.

Um námskeiðið

Við trúum því að fæðing sé lífsbreytandi og valdeflandi viðburður. Við trúum því að góður persónulegur undirbúningur hafi ekki bara áhrif á fæðingarferlið heldur líka mótun fjölskyldunnar.

Á námskeiðinu förum við yfir gagnlegar aðferðir til að tækla erfiðar aðstæður, horfast í augu við áhyggjurnar sem við höfum og skoðum til hlýtar hvaða valkostir eru í stöðunni.  

Hver tími tekur fyrir góða slökun sem róar taugakerfið og hjálpar til við slökun og einbeitingu.

Á námskeiðinu lærir þú /þið
- 3 ólíkar öndunaræfingar
- sjónrænar slökunaræfingar
- hvernig styrkleikarnir þínir nýtast í fæðingu
- allt um stig fæðingar og framvindu
- leiðir til að losa um áhyggjur og ótta
- hvaða fæðingarumhverfi hentar þér og ykkur
- nudd og stellingar sem nýtast í fæðingu
- grunnatriði umönnunar ungbarns 

 

Innifalið á námskeiðinu

Auk fræðslu og samverustunda fá þátttakendur á námskeiðinu bók, aðgang að netnámskeiðinu okkar, slökunaræfingar til að hlusta á og úthendi sem ítarefni.

 

hendur.jpg

Dagsetningar

Við hittumst fimm sinnum í tæpa tvo tíma í senn. Námskeiðið er haldið í Lífsgæðasetrinu Hafnarfirði og við byrjum kl. 19.00

 

Fimmtudagurinn 15.september 

Fimmtudagurinn 22.september

Fimmtudagurinn 29.september

Sunnudagurinn 02.október

Fimmtudagurinn 6.október

Allt þetta fyrir 59.000.- fyrir fæðingarparið
athugið sum stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið að hluta

Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú vilt vita meira á soffia@hondihond.is

bottom of page